Á mínu heimili hefur verið þvertekið fyrir að taka þátt í nokkru sem heitir jólastress. Við erum fjarri því að vera búin að öllu en við höfum ákveðið að njóta aðventunnar fremur en að hlaupa í gegnum hana í einum spreng. Móðir mín elskuleg hefur nagandi samviskubit yfir því að hafa dregið mig á tálar í gær þar sem allur dagurinn fór í að dandalast með henni og litlusystur í smáralindinni. hugsið ykkur bara allt rykið sem ég hefði getað verið að þurrka á þessum sama tíma. Í tilefni af þessu hefur hún ákveðið að kíkja í Kópavoginn á morgun vopnuð ræstidufti og klór til þess að aðstoða mig við undirbúninginn. Ég tek auðvitað fagnandi á móti henni, einkum vegna þess að mér finnst hún skemmtilegur félagsskapur og svo ætlar hún að stytta fyrir mig gardínur ekki af því að mér sé ekki sama um rykið.
Þetta helst, tveir eru búinir að eiga þrítugsafmæli. Ég margreyndi að hringja í Dabbíló á afmælisdaginn en ekkert gekk. Hún kemur sko til landsins á morgun í tilefni jólanna svo ég fæ að sjá hana. Ég ætlaði líka að vera voða dugleg og mæta í afmælið hans Snorrgils þegar ég var búin í matarboðinu sem ég var í en maður hefur bara svo og svo mikla orku í djamm og mín djammorka var búin það kvöldið; Sorrí Snorrí ég kem bara næst þegar þú verður þrítugur (hmmm það er eins og mig minni að Snorri hafi ekki mætt í mitt þrítugsafmæli... allt samviskubit er því látið lönd og leið). Um fólkið sem stakk af til Bahamas segjum við sem minnst. Það er ekki eins og ég hafi ætlað að koma í þorláksmessuheimsókn í fyrsta skipti.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home