sunnudagur, desember 12, 2004

Þá er maður bara búinn að kalla til stórskotaliðið. Fyrst Magga Dóra svo Ívar og að lokum var það svo ástin eina sem fann lausnina. Það var ekkert að templatinu commentin voru bara stillt á „hide“. Snjall þessi elska.

Helgin er búin að vera með skemmtilegasta móti. Hrauntónleikar á föstudaginn þar sem vinir og vandmenn fóru hreinlega á kostum. Aðeins of mikill bjór og huggulegur göngutúr um miðbæinn til að skoða jólaljósin áður en haldið var í háttinn. Datt í hug að fá okkur tekíla á Austuvelli eins og mamma um árið en hættum við af því það voru engir aðventutónleikar í dómkirkjunni.

Á laugardeginum datt okkur í hug, eins og einum eða tveimur öðrum, að kíkja í búðir. Það gekk, þrátt fyrir hversu andfélagslega innrætt ég er, bara nokkuð vel. Það lá svo vel á okkur að stressið í hinum káfaði ekkert upp á okkur. Það er að segja alveg þangað til Eymundson ákvað að bjóða gestum og gangandi upp á lifandi Árna Johnsen. Þá ákváðum við að það væri tímabært að yfirgefa Smáralindina enda kominn tími til að lappa eitthvað upp á andlitið fyrir átök kvöldsins. Dressmönnum og konum var nefninlega boðið í jólahlaðborð á Brodway. Ég verð að segja að ég átti ekki von á að skemmta mér sérlega vel „Brodway“ og „Sjó“ hefur hingað til alls ekki verið minn tebolli. Ég hins vegar tjúttaði af mér rassgatið (ef ég má vera pínulítið gróf). Maturinn var æðislegur og sjóið, Með næstum allt á hreinu reyndist hin besta skemmtun þar sem ótrúlegasta fólk, eins og Jónsi hinn svartklæddi fór á kostum. Andrea og Valur Freyr voru frábær, Björn Ingi var ágætur og jafnvel Margrét Eir var þolanleg. um Lindu Ásgeirsdóttur segi ég sem minnst, henni er eftir því sem ég kemst næst gjörsamlega fyrirmunað að vera skemmtileg, soldið svona eins og teletubby (imbamalli) á örvandi lyfjum

Staðan í dag er nokkurn veginn sú að röddin er farin veg allrar veraldar, þreyta hefur læst um sig í beinum, höfði og augum og viðvarandi græðgi hefur sest að í mallanum. Til allrar lukku lítum mánudagurinn þannig út að ég er með próf í þremur tímum og vídeó í tveimur svo ég þarf ekki mikið að þenja raddböndinn. Annars var ég að hugsa um að fá að fara á svið í gærkvöldi þegar kynæsandi hása röddin gerði vart við sig og syngja „smelly cat“ það hefði aldeilis verið sniðugt.

Bjargvætturinn ólétti í Grafarvoginum er búin að bjóða í kaffi og með því svo það er best að drífa sig.

Næsta helgi er plönuð frá föstudegi til sunnudags rétt eins og þessi svo það lofar góðu.

Í efsta sæti á óskalistanum fyrir jólin.......míkrafónar fyrir kareoke dvd spilarann minn...hans...okkar.

Gott í bili.

Vinsamlega go crasy í fína commentakerfinu.

3 Comments:

At 12 desember, 2004 14:47, Blogger Rannveig said...

svo fínt....

 
At 12 desember, 2004 15:50, Blogger hronnsa said...

jibbískribbí! hvaða aumingjaskapur var þetta annars að taka ekki smelly cat? feimin? ha? ha?

 
At 12 desember, 2004 23:58, Blogger fangor said...

takk fyrir skemmtilegheitin um helgina og til hamingju með kommentakerfið!

 

Skrifa ummæli

<< Home