fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Tölvan mín í vinnunni hefur tekið upp á þeim vægast sagt undarlega sið að hleypa mér inn á blogg hjá hinum og þessum þegar ég reyni að komast inn á mitt. Þetta er auðvitað stórhættulegt, kolólöglegt og bráðskemmtilegt. Hingað til hef ég staðist freistinguna og látið að eiga sig hrista mína þankaskanka á annarramannabloggum en nú stóðst ég ekki mátið. Því til staðfestingar má skoða þetta blogg hér. Ég kann engin skil á þessum dömum og vill þeim ekkert illt enda bið ég þær afsökunar á þessu uppátæki minu. Það er hins vegar ljóst að héðan í frá verður ekki aftur snúið og í hvert sinn sem ég villist inn á annarramannablogg mun ég láta ljós mitt skína. Vitaskuld verða fréttir af þessu framapoti mínu uppfærðar hér á síðunni jafn óðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home