þriðjudagur, desember 07, 2004

Í fyrsta skipti frá því elstu menn muna er Rannveig ekki í prófum í desember. Það þarf enginn að veltast í vafa um að það er dásamleg tilfinning. Ég er nú þegar búin að föndra öll jólakortin, hengja upp jólagardínurnar, skreyta hálft húsið og gera tiltölulega fínt heima hjá mér. Hefðin er auðvitað sú að lifa í drullu og skít upp að hnjám allan desembermánuð og rimpa þessu svo öllu af tveimur klukkutímum fyrir jól. Gelðileg jól. Ég er ekki alveg viss um að krílið mitt komist í jólaskap með þessu móti, hún er svo vön hinni aðferðinni.

Við erum nú samt búnar að gera æði margt jólalegt eins og að búa til laufabrauð, kaupa slatta af jólagjöfum, horfa á þegar kveikt var á jólakrækiberjalynginu (sem mér skilst að sé stærra en Oslóarkrækiberjalyngið á Austurvelli) í Þolló og jólaföndra með 2. bekk í Kópavogsskóla. Þar tókst mér að slá nýtt met í jólaföndri þegar ég jólaföndraði buxurnar mínar við lærið á mér, geri aðrir betur. Ég er auk þess búin að fara á tvenna aðventutónleika sem voru báðir alveg ágætir.

Framundan eru endalaus jólahlaðborð, jólaboð og skemmtanir framundir áramót svo ég brosi eins blítt og mér er frekast unt. Aldrei haft það betra á aðventunni og hefur þó litli jólaengillinn ég alltaf haft það gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home