þriðjudagur, september 09, 2003

Svei mér ef það er ekki kominn 9. september. Hvað varð um allan þennan tíma, hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað, hvar er húfan mín, hvar er hettan mín og hvar í ósköpunum er Valli?

Fékk einhver annar en ég hroll við tilhugsunina um Ariel Sharon í opinberri heimsókn á Indlandi?
„Talið er að Ísraelar og Bandaríkjamenn líti á INdverja sem mikilvægan hlekk í baráttunni gegn hryðjverkum, ekki síst vegna nálægðar sinnar við Persaflóa og Íran.
Þá er reiknað með því að Sharon muni ræða við indverska ráðamenn um sölu á vernarflaugum sem Ísraelar hafa þróað í samvinnu við Bandaríkjamenn.

Rokkhundar til sjávar og sveita, hjartanlega til hamingju með upprisuna. Skyldi þetta hafa áhrif á áætlanaflug til Lundúna og Kaupmannahafnar?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home