þriðjudagur, september 02, 2003

Kvetch var stórfínt. Ein skemmtilegasta leikhúsupplifun síðari ára. Að Krítarhringnum frá Kákasus slepptum Kannski bara sú besta. Það var verulega hressandi að sjá Eddu Heiðrúnu, leikkonu sem mér hefur hingað til ekki þótt hafa mikið til brunns að bera, fara hreinlega á kostum. Ólafur Darri var hreinlega dásamlegur, skrýtið að maður skuli ekki hafa séð meira til hans síðan hann útskrifaðist, skildi það hafa eitthvað með útlitið á honum að gera? Hafa ekki allir spútnik karlleikarar síðustu ára verið tiltölulega mikil kyntröll?

Heilastarfsemin er ekki alveg komin í þann gang sem hún þarf að vera í á komandi önn. Ég veit ekki vel í hvaða kúrsum ég á að vera eða hvers vegna hvað þá að ég viti hver á að vera kenna mér. Ég skil ekkert í þessari nýju deild og veit aldrei hvað klukkan er. Nú verður sennilega að fara í aðgerðir til að koma fattaranum í gang.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home