miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Nú er krílið komið í skólann og ég sit heima með öndina í hálsinum. Hún var pínulítið smeik við þetta allt saman en þegar á hólminn var komið var mamman bara skít hrædd. Hún er bara lítið fiðrildi og Melaskóli er svo stór. Hún er líka vön að vera innan lokaðrar girðingar (sem hefur vissulega ekki alltaf stoppað hana) með augu leikskólakennaranna á sér öllum stundum. Lóðin við grunnskólann er ekki lokuð og henni gæti alveg dottið í hug að flögra í burtu. Svo gæti einhver verið vondur við hana og þá er enginn nálægt til að knúsa hana sem hún þekkir. Ég veit að þetta verður auðveldara eftir nokkrar vikur þegar hún er farin að þekkja kennarana og gangaverðina en í augnablikinu er ég dálítið taugaveikluð....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home