fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Maður skyldi aldrei ætla að maður væri að gera börnunum sínum greiða með því að eyða of miklum tíma með þeim. Nú erum við mæðgur búnar að vera í fríi saman síðan 14. júlí og það er bara full mikið. Ég held að það hafi verið misráðið að „leyfa“ barninu að hætta á leikskólanum þegar hún byrjaði í sumarfríi. Daman er komin með upp í kok á móður sinni, sem er fullorðin og kann ekkert að leika sér, og dauðlangar á leikskólann eða einhvert þar sem eru börn en ekki fullorðnir. Blessunarlega fer skólinn alveg að bresta á hjá okkur báðum og við getum farið að koma lífinu í eðlilegar skorður. Þá kannski jafnar sig þessi misskilningur í barninu að ég sé drepleiðinleg..... ég er ekki leiðinleg!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home