Maður skyldi aldrei ætla að maður væri að gera börnunum sínum greiða með því að eyða of miklum tíma með þeim. Nú erum við mæðgur búnar að vera í fríi saman síðan 14. júlí og það er bara full mikið. Ég held að það hafi verið misráðið að „leyfa“ barninu að hætta á leikskólanum þegar hún byrjaði í sumarfríi. Daman er komin með upp í kok á móður sinni, sem er fullorðin og kann ekkert að leika sér, og dauðlangar á leikskólann eða einhvert þar sem eru börn en ekki fullorðnir. Blessunarlega fer skólinn alveg að bresta á hjá okkur báðum og við getum farið að koma lífinu í eðlilegar skorður. Þá kannski jafnar sig þessi misskilningur í barninu að ég sé drepleiðinleg..... ég er ekki leiðinleg!!!
raritet
Ævi og ástir kvendjöfuls
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home