fimmtudagur, september 04, 2003

Enn eina ferðina var ég búin að blogga og týndi öllum ósköpunum. Í þetta skiptið var mér sjálfri fullkomlega um að kenna. Ég var í miðju kafi að tjá mig um mátt minn og meginn, yfirstandandi nám mitt og allt sem veitir mér gleði og hamingju þegar mér datt allt í einu í hug að það væri sniðugt að breyta „templatinu“ hjá mér. Þetta hefði hugsanlega getað verið snilldar hugmynd ef ég hefði haft vit á því að geyma einhverstaðar það sem ég var búin að skrifa.

Skólinn virðist hvað sem öðru líður bara vera nokkuð skemmtilegur. Heilmikil „hands on“ vinna fremur en endalaus lestur og ritgerðaskrif. Námið er í nánum tengslum við samfélagið og vinnumarkaðinn, nokkuð sem er ekki alltaf borðleggjandi í Háskóla Íslands, heilmikil æfingakennsla og heimsóknir í skóla. Ég hlakka bara þó nokkuð til vetrarins, ég hlakka reyndar meira til þess að veturinn verði búinn og ég geti farið að koma undir mig fótunum og borga niður skuldir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home