Ég hélt í morgun að það ætlaði að vera sumar í dag, kannski hefur verið hætt við það. Hitinn úti hefur í það minnsta hækkað dálítið og persónulega finnst mér rigningin bara góð. Ég hlakka svoooooo til að fara í sumarfrí. Ég veit ekki alveg hvenær ég kemst endanlega í frí en ég geri ekki ráð fyrir að vinna langt fram í júní, fyrstu vikurnar sennilega. Svo fer ég í frí,á launum og svo fer ég til útlanda, á launum. Ég átti von á því að krílið myndi missa sig af spenningi vegna yfirvofandi utanferðar en ég er miklum mun spenntari en hún. Ég hafði áhyggjur af því að segja henni frá þessu of snemma af því að hún hefði ekki þolinmæði í að bíða fram í júlí en hún er alveg pollróleg, móðirin með stáltaugarnar er hins vegar að fara á límingunum og getur mjög illa beðið, sýnt stillingu og þolinmæði eða verið til fyrirmyndar á nokkurn hátt.
Ég var að horfa á mynd með Jennifer Aniston í gær. Það kom mér mikið á óvart að þessi sæta, pena kona hefur ekki sætar og penar hendur. Ég átti von á að hún hefði mjóa, langa fingur og fínlega hendi en hún hefur þvert á móti stórar og grófar hendur, næstum því karlmannlegar. Mér fannst það dálítið flott hjá henni!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home