miðvikudagur, apríl 30, 2003

Allar fréttir af fráfalli mínu eru stórlega ýktar. Náði mér hins vegar í mannskaðahor í nös og lá flöt í föðurhúsum. Núna er ég svona við það að skríða saman enda rassakastaðist ég í vinnuna í morgun og rúllaði upp einu prófi í hljóð- og hljóðkerfisfræði eftir hádegið, svona á milli hóstakastanna.

Annars var ég að velta því fyrir mér hvað hinar þrjár tærnar heita, þessar sem heita ekki litlatá og stóratá. Þær heita ekki vísitá, langatá og baugtá - er það nokkuð? Langatá er samt lengri en stóratá, í það minnsta á mér.

Skrýtið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home