mánudagur, maí 05, 2003

Það er nógu gott að fjargviðrast yfir því að ég nenni ekki að blogga en taka svo varla eftir því þegar maður „fönixast“ upp úr öskustónni. Ég er farin að efast stórlega um að nokkur nenni að koma hér við núorðið, meira að segja mamma er hætt að melda sig og henni er nú málið dálítið skylt. Annars er internetið í vinnunni minni latt og leiðinlegt í dag svo ég efast um að ég nenni að blogga mikið. Heima á ég hins vegar nýja og fína tölvu sem kallar sig Blue Master, því tók hún upp á alveg sjálf. Hún er stór og flink og dugleg, ég notaði hana til dæmis í gær til að horfa á Chicago og hálfa 9. seríu af Friends (af því ég hef ekkert skynsamlegra að gera). Kannski helli ég yfir hana kampavíni svo við getum „alltaf verið saman, saman í rafrænum draumum“, eða þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home