laugardagur, maí 03, 2003

Ég sé að linkurinn inn á „rantinn“ virkar ekki lengur, enda búið að loka honum og því sagði ég að máttur kvenna væri mikill. Ef einhver hefur ekki orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að skoða þessa viðurstyggð þá var þarna að finna kvenfyrirlitningu og viðbjóð af fyrsta klassa. Keppendur fegurðarsamkeppna fengu þvílíka útreið að hver meðal kú hefði sagt upp mjólkurkvótanum og gengið sjálf í sláturhúsið (kann ekki að hafa það eftir en þær voru dæmdar og þeim gefin einkunn og orðbragðið sem því fylgdi.........úff, ungu menn). Aðrar konur, áberandi í þjóðlífinu fengu líka sína sneið, allt jafn hlaðið og yndislegt. Þegar síðunni var lokað birtist hins vegar yfirlýsing sem gladdi örlítið, þar stendur orðrétt. „Ranturinn er dáinn, en rís vonandi aftur von bráðar með nýjum sálum og betri samvisku“. Þetta segir mér að þeir hafi skammast sín og hafi vilja til að bæta sig og hugrekki til að viðurkenna það. En kannski er ég að lesa of mikið út úr þessu, ég vona ekki.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home