fimmtudagur, mars 06, 2003

Í vinnunni minni er geymsla. Mér hefur áður orðið rætt um þessa geymslu, þá í samanburði við kassaloft þar sem Svövu Rán þótti einu sinni góð hugmynd að fá sér lúr. Stundum þarf ég að gera eitthvað í þessari geymslu. Ég þarf að sækja bækur, ganga frá bókum og stundum dvelst mér þar góða stund við að flokka og raða tímaritum. Þegar ég er í geymslunni grípur mig yfirþyrmandi löngun til að gera eitthvað af mér, eitthvað ljótt (og ég er ekki að tala um að kúka í heyjið eða tímaritarekkana). Geymslan er bara eitthvað svo einstaklega vel til þess fallin, hálfrökkvuð, stútfull af drasli og angandi af gömlum bókum. Ég hef enn ekki fundið þessum pervertísku kenndum mínum farveg en það er alltaf möguleiki. Ég veit, þetta er ekki alveg í lagi en guð ætli mamma sé nokkuð að lesa þetta....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home