miðvikudagur, mars 05, 2003

Ég er svo húsleg og gamaldags að ég bauð til veislu í gær. Nanna og Jón Geir, Elfa og Gunni og Tumi komu og þáðu af mér kræsingar. Saltað kjöt og baunasúpa a'la amma á Sigló. Þeim virtist líka maturinn vel, í það minnsta grenjuðu þau af ofáti þegar þau kvöddu og fannst mér það vel í anda dagsins. Það var líka ágætis upphitun að kalla allan hópinn saman svona til að hita upp fyrir næstu helgi. Ég hlakka svo til. Í tilefni dagsins ætla nýbúarnir í Grafarvoginum að bjóða til veislu, skötuselur og súkkulaðimús skilst mér. Til stendur að spila til þrjú og kneifa dálítið öl (og sennilega kaffi) og horfa síðan á Ástralíu með tilheyrandi nattemad og kruðeríi. Undir morgun verður sennilegast lagst til svefns á einni stórri flatsæng í stofunni. Ég held það sé ekki hægt að hafa það skemmtilegra.

Upp er runninn öskudagur. Ég gerði út af örkinni kúrekastelpu í morgun og vonast til að hún komi heim af leikskólanum með ránsfeng af rauðskinnum. Ef svo óheppilega vil til að engir rauðskinnar verða á vegi hennar sá ég í það minnsta tvær árennilegar Línur með langa sokka sem má alveg gera sér að góðu enda flétturnar rauðar.

Mottó gærdagsins: Oft má salt kjöt liggja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home