mánudagur, mars 03, 2003

....Þá sprautaði Arnór vatni en varúlfarnir klóruðu og bitu svo drekarnir þurftu að klóra og bíta líka. Fíllinn og drekarnir spúðu vatni og eldi á varúlfana þangað til þeir gátu ekki staðið upp af því að þeir voru dauðir og það var dálítið gott á þá.

Gosi Pétur og litli drekinn fóru á bakið á mömmunni og þau flugu af stað en þau stoppuðu aðeins á leiðinni af því að þeir sáu villihund sem ákvað að vera vinur þeirra. Hundurinn hét Vaskur. Þeir komu auga á kastala þar sem var prinsessa sem leiddist svo mikið af því að hún var ein, hún átti samt vini en þeir gátu ekki verið hjá henni. Gosi Pétur átti reyndar að leita að þessari prinsessu og mömmu hennar sem var í öðrum kastala. Kóngurinn beið svo í enn öðrum kastala. Prinsessan var föst uppi í hæsta turninum því Kottel sem var ill kona hafði rænt henni. Verðirnir spurðu Gosa Pétur hvað hann væri að gera og hann plataði þá og sagðist vera að leita að Kottel en svo laumaðist hann og bjargaði prinsessunni....

Spennan magnast og svei mér ef rómantíkin er ekki skammt undan....