mánudagur, október 28, 2002

Dóttir mín, margumrædd Kolfinna Katla, er búin að finna lausn á karlamálum móður sinnar eða skyldi ég segja karlleysisvandamálum móður sinnar. Kolfinna skilur ekki, og hefur aldrei skilið, hvers vegna móðir hennar getur ekki farið og „útvegað“ sér kærasta svo hægt sé að vinna í því að stækka þessa annars ágætu kjarnafjölskyldu okkar mæðgna. Í örvæntingarfullri tilraun (# 30) til að útskýra þetta fyrir henni sagði ég að sennilega þætti strákunum mamma ekki nógu sæt. Hún varð undrandi í fyrstu, hallaði svo undir flatt og sagði það vera bara vegna þess að ég er ekki mamma þeirra......Krúttlegi krakki. Nú er þetta semsagt spurning um að fara út á galeiðuna og leita að einhverjum umkomulausum, vængbrotnum og móðurlausum vesalingi og taka hann í fóstur. Takk fyrir aðstoðina Kolfinna Katla.

Hafi einhverjum þótt eighties hádegi á bylgjunni skemmtileg nostalgía þá ætti sá hinn sami að prófa eighties hádegi á VH1. Sama tónlistinn með öllum hallærislegu myndböndunum í kaupbæti, dásamlegt. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home