Í sveitasælunni.
Krílið átti vetrarfrí í skólanum sínum svo mæðgurnar skelltu sér austur fyrir fjall í sveitasæluna hjá ömmu og afa. Kolfinnu finnst þetta frábært, skrattast í skólann með ömmu og afa og leikur allan daginn við Sigrúnu Sól vinkonu sína. Þær stöllur eru búnar að vera bestu vinkonur síðan löngu áður en uppeldisfræðingar vilja meina að börn myndi vináttusambönd. Þær byrjuðu saman á leikskóla rétt rúmlega tveggja ára og það virðist engu máli skipta þó að við flyttum til Reykjavíkur ári seinna og stundum líði margir mánuðir á milli þess að þær hittist þær detta alltaf áreynslulaust í leik eins og ef þær hittust daglega (rosalega er erfitt að búa til setningu með svona miklum viðtengingarhætti, að flytja í viðtengingarhætti þátíðar var alveg að ganga frá mér). Ég held að kannski hafi þær fengið í arf vináttu mæðranna enda erum við Ólína búnar að vera vinkonur síðan við vorum sjálfar á leikskóla og það eru nú bara hátt í 30 ár.
Litla ljósið virðist líka njóta sín í sveitinni hjá ömmu og afa. Sefur eins og engill og hefur það gott. Amma hennar gerir endalaust grín að henni og kallar hana feitubollu, enda ekki laust við að barnið sé ansi hraustlegt. Hún er núna eins og hálfsmánaða álíka þung og systir hennar var fjögurra mánaða. Eins og þær eru nú líkar er þetta nokkuð ólíkt.
4 Comments:
Eruð þið enn í sveitinni? Ég nefnilega bý ekkert svo langt frá ;)
Lengi lifi viðtengingarháttur!
Ég get heldur ekki kvartað yfir knúsinu sem ég fékk hjá frumburðinum þínum á göngum skólans :-) Við höfum þó sennilega ekki sést í hálft annað ár og ég var EKKI með mömmu hennar í leikskóla! Hún kann bara gott að meta barnið!!
Þær eru alveg frábærar vinkonur þessar dúllur eins og mæður þeirra (sem líka eru dúllur).Mér finnst líka svo fyndið að fylgjast með þeim í leik. Hvaðan fá þær allt þetta hugmyndaflug??
frá mér, ekki spurning ;-)
Skrifa ummæli
<< Home