sunnudagur, júní 12, 2005

the skeithjús...

... sem útleggst á ástkæra ylhýra skötuhjúin. Síðustu dagar hafa verið „kreisí“. Ég hef verið á fullu að klára allt sem þarf að ganga frá áður en skólinn er kvaddur og Kjartan hefur haft í nógu að snúast sem starfandi verslunarstjóri á meðan innrás Norðmanna stóð yfir. Þegar verst lét var ég jafnvel farin að vinna í Dressmann, alveg óvar, langt fram á nótt. Heimili vort lítur nú út eins og heimili Skráms á tólfta degi jóla þegar ellefu álfar stökkvandi höfðu nýlega gert sig heimakomna í litlu blokkaríbúðinni í kjölfarið á öllum hinum kvikindunum og illu öndunum, mamma hans var stungin af á hæli og hann ræfillinn í fuglaskít og drullu upp að haus. Þannig líður mér núna.

Í þessum önnum reynum við svo að koma að brúðkaupsundirbúningi og öðrum skemmtilegheitum. Þetta er nú svo sem allt að smella en sennilega hefði nú mátt vera búið að ljúka af mörgu fyrr. Ok, rétti upp hönd þeir sem eru ekki alltaf á síðasta snúning, þeir sem skila ritgerðum tveimur dögum fyrir skiladag, eru búnir að þrífa allt á Þorláksmessu, muna eftir að fara í búðina áður en Bónus lokar og skrópuðu aldei í leikfimi.

Þetta með leikfimina er auðvitað algjört aukaatriði en ég hef bara aldrei þolað fólk sem skrópar aldrei í leikfimi.

Áður en ég kveð þá átti sætastur auðvitað afmæli á föstudaginn og stóð sig bara nokkuð vel í því. Vann allan daginn og lék sjarmaði de norske trollmenesker upp úr skóm og Dressmannsokkum um kvöldið. Ekki mikill tími notaður í að knúsa konuna sína þann daginn. Í gær kýldum við reyndar vambirnar á eðalveitingastaðnum Sjávarborðinu í góðum félagsskap. Þar var t.a.m. hitt afmælisbarnið, litla systir mín sem á afmæli í dag.

Rúmið mitt heillar og tek ég nú á mig náðir á þessum drottins degi. Good night Westley, sleep well, I'll most likely kill you in the morning.

1 Comments:

At 14 júní, 2005 17:58, Blogger fangor said...

einmitt thad? eg skropadi allan menntaskolann. fekk samt 10. eg hef einmitt aldrei tholad folk sem helt ad timarnir i mennto vaeru til annars en othurftar. hvernig i oskopunum kynntumst vid?

 

Skrifa ummæli

<< Home