Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka.
Komin heim ósködduð úr graðbóluferðalaginu. Skemmti mér satt best að segja alveg stór vel. Unglingurinn var til fyrirmyndar sem og veðrið sem fór á kostum og átti snilldar útspil með logni og sól á fimmtudeginum þegar við fórum í gönguferð inn í Stakkholtsgjá inni í Þórsmörk. Ég er mikið að hugsa um að verða svona útivistarfrík mjög fljótlega, mér þykir nefninlega alveg rosalega gaman að svona útiveru og göngum. Þegar við vorum búin að ganga inn í gjánna og til baka og búin að borða nesti í góða veðrinu ákváðum við að nota tækifærið og skreppa aðeins inn í bása og skoða okkur um. Ég hef nokkrum sinnum komið í Mörkina en aldrei í Bása, þar er mjög huggulegt og fjöllunum hefur tekist að raða sér mjög smekklega þarna í kring. Við stoppuðum mjög stutt en örfáir notuðu þó tækifærið og fóru á klósettið. Landvörðurinn fékk þá snilldar hugmynd að rukka okkur um 200 krónur á kjaft fyrir að nota aðstöðuna. Við báðum manninn bara vel að lifa og sögðumst ekki hafa gert ráð fyrir þessu og værum þess vegna ekki með neina slík a peninga á okkur auk þess sem við lofuðum að halda bara í okkur næst þegar við kæmum í bása. Ég mæli eindregið með því að fólk kíki í Bása en hvergi hef ég verið rukkuð jafn mikið fyrir klósettpappírinn.
Ég gleymdi alveg að minnast á gleðina sem greip mig þegar ég sá að stórvinur minn og einn af mínum uppáhalds mönnum Gunni í Gettóinu hafði kommentað hér að neðan. Hrikalega gaman að heyra í þér kallinn og gaman að þú skulir líta hér við.
1 Comments:
gott að vita drottning, ég skal koma þessum upplýsingum áleiðis. gaman að þú skyldir líta við.
Skrifa ummæli
<< Home