mánudagur, nóvember 15, 2004

Þá komst ég loksins inn á bloggið mitt. Upp á síðkastið þegar ég hef reynt að logga mig inn hef ég komist inn á blogg hjá einhverjum Kolbeini á mínu nafni og mínu „passwordi “. Ég asnaðist aldrei til að setja neitt inn á bloggið hans og missti þannig af fyrirtaks brandara. Sú var tíðin að ég hefði ekki hugsað mig um heldur bullað inn á bloggið hans af öllum lífs og sálar kröftum og haft verulega gaman að..... öðruvísi mér áður brá

Ég ætla ekkert að tjá mig um verkföll og lagasetningar. Það er þyngra en tárum taki og vinir og vandamenn verða bara að geta sér til um tilfinningar mínar í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home