föstudagur, maí 09, 2003

Tumi segir að það sé ekki-veður þessa dagana. Það er ekki sól og ekki rigning en það er heldur ekki ekki sól og ekki ekki rigning, það er ekki kalt og þaðan af síður væri hægt að segja að það væri hlýtt. Það er ekki komið sumar en veturinn er farinn, kannski verðum við að kalla þetta vor en samt er þetta bara hlandvolgt vor, ekki alveg vor. Gróandinn var allur kominn af stað en sá að sér á síðustu stundu og hætti við, alltof kalt á Ísalandi, samt er orðið svo bjart á kvöldin að krílið mitt neitar staðfastlega að fara að sofa þar sem enn sé úti hábjartur dagur og hún segir sko „hábjartur“ af því það er svo flott orð....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home