þriðjudagur, mars 18, 2003

Í morgunþætti stöðvar tvö í morgun flutti Illugi Jökulsson pistilinn rétt eins og endranær á þriðjudögum. Oft mælist honum vitaskuld skrambi vel, enda manvitsbrekka hin mesta. Pistillinn þótti mér góður og vitna því í hann hér. Í morgun varð Illuga að yrkisefni nauðsyn þess að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Allt tal um yfirvofandi „stríð“ er tóm firra og yfirbreiðsla, það er enginn að fara í stríð. Hins vegar stendur til að bandaríkjamenn, dyggilega studdir af bretum (í það minnsta Tony Blair, svo bregðast krosstré) og í óþökk flestra annarra þjóða heimsins og Smeinuðuþjóðanna ráðist inn í Írak. Nefnum hlutina sínum réttu nöfnum. Þegar Írakar réðust, með yfirgangi og látum inn í Kúveit fyrir rétt um tólf árum síðan datt engum í hug að það væri stríð heldur innrás og enn þann daginn í dag tölum við um „innrás“ íraka inn í Kúveit...

Guði sé lof að við tilheyrum hinum „siðmenntaða“ hluta jarðkringlunnar. Veröld þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir og Bangsapabbi vakir yfir okkur og gætir hagsmuna okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home