Tímaritið „Í formi“ er enn eitt lóðið á vogarskál alltumfaðmandi og kaffærandi líkams- og æskudýrkunar sem mótar íslenskt samfélag. Það æpir á lesanda sinn: vertu sætari, vertu grennri, vertu unglegri, vertu hraustari og vertu graðari. Hreinræktað íslenskt reglublað fyrir villuráfandi og stefnulausar íslenskar konur. Í dag ætla ég ekki að tæta það í mig (það væri of auðvelt) heldur benda á stórmerkilega grein á blaðsíðu 11. Þar segir frá vísindamönnum við háskóla í London sem höfðu ekkert betra við tíma sinn að gera en að afsanna gamlar kerlingabækur, að fótstórir karlmenn hafi einnig langan lim. Eftir mælingar á 104 karlmönnum á öllum aldri var því slegið föstu að ekkert samband væri þarna á milli.
Grískir kollegar þeirra í höfðu ekki heldur neitt skynsamlegt að gera svo þeir brugðu brandi (málbandi) og fundu fylgni á milli langra vísifingra og langra lima.
„Fyrirgefðu gætirðu nokkuð bent mér í áttina að næsta apóteki? ahe
mm!“
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home