miðvikudagur, mars 12, 2003

Ein tönn hrundi í gær. Framtönnin í neðrigómi vinstramegin, hún er búin að vera laus síðan í haust. Nú gengur hún um, brosir stollt allan hringinn og glennir skarðið sitt framan í hvern sem er. Nú finnst henni hún vera orðin stór. Gljúfrið á milli tannanna er stórglæsilegt og þar mætti vel koma fyrir í það minnsta einni ef ekki tveimur fullorðins.
Þarna liggur munurinn á því að vera tæplega sex ára og því að vera ekki tæplega sex ára. Ef framtönnin í neðrigómi vinstramegin hefði hrunið úr mér þætti mér það ekkert æðislegt...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home