föstudagur, mars 07, 2003

Matthías Jóhannessen, ritstjóri og skáld bjó til lýsingarorðið skarphéðinn. Þetta lýsingarorð er í miklu uppáhaldi hjá mér. Matthías notaði það reyndar um fjall, talaði um að Hvannadalshnjúkur væri skarphéðnastur allra (minnir mig). Ég vildi gjarnan kynnast manni sem væri skarphéðnastur allra, hann mætti meira að segja vera skarphéðnari en flestir eða margir, það væri alveg nóg fyrir mig. Jafnel mjög skarphéðinn eða frekar skarphéðinn væri skárra en óskarphéðinn.

Ég myndi taka hann með mér í geymsluna!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home