laugardagur, mars 15, 2003

Nú erum við mamma fullar. Stefnan var sett á að leysa eitt til tvö verkefni í þessu annars dásamlega námi sem við erum í en það endaði auðvitað í gargandi fulleríi (þetta er ekki ásláttarvilla) og mamma matar mig á nóakroppi með skeið...
Ég sakna gömlu góðu daganna þegar viðmiðin og gildin voru önnur en þau eru í dag. Þegar ég var hvött til að klára matinn minn og hrósað þegar ég var dugleg að borða.... „ef þú verður dugleg og klárar allan matinn þinn þá færðu ís“, „svona Rannveig mín klára bjórinn sinn annars sendum við hann svöngu börnunum í Afríku“. Those were the days my friend, we thought they'd never end.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home