þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Lappan mín

Hér sit ég í stofunni minni með nýjasta fjölskyldumeðliminn, nýjasta gæludýrið, í fanginu. Sætastur fékk notaða fartölvu fyrir lítinn pening í vinnunni sinni og færði mér hana í einhvers konar fyrirfram jólagjöf. Ég efast ekki um að hún á eftir að nýtast vel. Mig hefur lengi dreymt um að eignast slíkan grip og hef ýmsar hugmyndir um að nota hana mikið. Ég endist eitthvað svo illa fyrir framan borðtölvuna en held ég geti vel vanist þessari.

Ég held að Lúkas Þorlákur eigi afmæli í dag, óska honum og hans til hamingju með það!

1 Comments:

At 07 nóvember, 2007 10:02, Anonymous Nafnlaus said...

til lukku með gripinn og skemmtu þér vel á Youtube og fleiri svoleiðis síðum ...... eru fartölvur ekki gerðar til að flakka um á netinu ????

 

Skrifa ummæli

<< Home