mánudagur, október 30, 2006

Verslunarferð dauðans

Skellti mér í Kringluna í gær ásamt sætustum og yngra afkvæminu. Verð að segja að það var einstaklega skemmtilegt að geta labbað inn í „venjulegar“ búðir og mátað og keypt það sem mig langaði í. Að þurfa ekki lengur að fara í feitubollubúðir eða feitubolludeildina í Hagkaupum. Keypti mér voðalega smart peysu í Fat Face en hef nú mestar áhyggjur af að ég gæti ánetjast þessum fjanda. Mikill vill meira og nú langar mig bara út í búð að kaupa mér meira og meira og meira og meira.......

1 Comments:

At 31 október, 2006 00:27, Anonymous Nafnlaus said...

Láttu það bara eftir þér, þú átt það skilið. Ein að kafna úr meðvirkni ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home