fimmtudagur, júlí 28, 2005

Skömm og synd

Kvöld eitt, fyrir ekki svo löngu síðan, settist ég fyrir framan tölvuna eftir alllanga fjarveru og setti saman afsökunarblogg og fréttablogg. Blogg þetta innihélt sem sagt afsökunarbeiðni mína til beggja lesenda minna á þessari löngu fjarveru og fréttir af því sem ég hef haft fyrir stafni á meðan ég var í burtu, auðvitað var líka skotið að alskonar afsökunum á téðri fjarveru, veðrið var gott, sætastur í sumarfríi og Harry Potter. Þetta umrædda blogg var bæði langt og skemmtilegt, svo skemmtilegt að ég stóð sjálfa mig að því að brosa út í annað og jafnvel hlæja mjög lágt yfir egin kerskni og skemmtilegt heitum. Það er skemst frá því að segja að tölvukvikindið át bloggið sem aldrei leit dagsins ljós á veraldarvefnum.

Þið, báðir lesendur mínir, verðið bara að taka orð mín um að það hafi verið bæði fræðandi og skemmtilegt trúanleg og halda í vonina að ég sé ekki alveg hætt að blogga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home