miðvikudagur, júní 29, 2005

Kyngreining

Ég er búin að gera heiðarlega tilraun til að kyngreina litlu hnullungana. Í fyrstu var ég viss um að um væri að ræða eina stelpu og þrjá stráka. Þegar ég skoðaði næst horfði þetta allt öðruvísi við mér og mér leist svo á að strákur væri bara einn en þrjár stelpur. Síðustu fréttir eru þær að nú virðast vera komin eistu á þann sem ég var sannfærð um að væri stelpa svo ég segi starfi mínu sem kyngreinir hér með lausu. Blíðu líst heldur ekkert á þennan óeðlilega áhuga á afturhlutanum á börnunum hennar.

Nú eru þeir orðnir rúmlega viku gamlir og hafa þegar margfaldað þyngd sína og stækkað einhver ósköp. Einn (annar skjöldótti) er búinn að opna bæði augun. Það fer honum ákaflega vel en ég verð að játa að í fyrstu minnti hann mig nú dálítið á geimverurnar sem eiga að vera á svæði 51. Hinir fylgja svo í kjölfarið, eru ýmist búinir að opna annað augað eða í það minnsta komin smá rifa.

Ég set fljótlega inn fleiri myndir af þessum snúllum og svo auðvitað fleiri myndir úr brúðkaupinu um leið og þær berast. Rauða hættan hafði einhverjar áhyggjur af því að ég væri ósátt við myndirnar sem hún tók en svo er auðvitað ekki. Það voru bara teknar svo fáar myndir á okkar vél og þegar myndefnið er svona erfitt getur þurft margar tilraunir til að ná frambærilegri mynd af brúðinni. Hégómi í mér og ekkert annað.

2 Comments:

At 04 júlí, 2005 21:41, Blogger roald said...

heyrðu rannveig til hamingju. var ad sja bloggid thitt i fyrsta sinn!

 
At 06 júlí, 2005 21:08, Blogger Rannveig said...

sæll róald gaman að heyra í þér sæti strákur...

 

Skrifa ummæli

<< Home