Ég var svo lukkuleg að detta um Tirnu frá 1994-1995. Þetta er illa farin og úrsérgengin skrudda sem hefur dulist mér til þessa. Ég held hún hafi af ásetningi verið að fela sig svo ég kæmist ekki að leyndarmálum þeim sem hún hefur að geyma. Vigfús Bjarni Albertsson virðist hafa komið samnemendum sínum fyrir sjónir sem námshestur hinn mesti, ég er svo hissa. Auður Coakley fær einhverjar sneiðar þar sem gert er grín að axarsköftum hennar á fylleríi. Mín einasta eina fær sömuleiðis glósur, hún er vænd um að vilja gjarnan skála fyrir pabba sínum (og nýju stígvélunum hans) og þar stendur orðrétt „Hún er líka eina manneskjan sem vitað er um að nærist á stað; ef hún kemst ekki heim í sandrokið og bræluna að minnsta kosti tvisvar í mánuði hættir hjarta hennar að slá.
Það er gott til þess að vita að fólk breytist og þroskast, ég held meira að segja að Svava Rán sé farin að klippa á sér táneglurnar sjálf.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home