fimmtudagur, janúar 30, 2003

Sú var tíðin að menn voru teknir af lífi í Menntaskólanum við sund ef þeim datt í hug að spila vonda tónlist í óþarflega mörgum desibilum. Það þótti einfaldlega ekki töff og þá áttu menn ekki neinn tilverurétt. Nú er hins vegar komin betri tíð með blóm í haga og blessuðum menntskælingunum líðst að hlusta á tónsmíðar Justin Timberlake og Shakiru hátt og og snjallt í matsalnum sem er einmitt staðsettur við hliðina á bókasafninu. Mér finnst þetta ekki skemmtilegt...

Stallsystir mín Svava Rán boðar umburðarlyndi og frið í heimi tónlistar og ég er henni alveg sammála að mestu leyti. Sú ofuráhersla sem við lögðum á töffaraskap og töffaratónlist keyrði algerlega um þverbak. Nú erum við eldri og skynsamari, við líðum fólki það að hlusta á vonda tónlist og erum alveg hætt að taka fólk af lífi. Við útilokum ekki fólk með slæman tónlistasmekk úr vinahópnum því smekkur, hefur okkur lærst í seinni tíð, er ólíkur. Svövu Rán þykir skemmtilegt að dilla sér í takt við Backstreetboys (god knows why) og ég verð að játa það á mig að vera pínulítið júróvisjón nörd. „Ein Bischen Frieden ein Bischen Sonne für diese Erde auf der wir wohnen“ „Singt mit mir, ein kleines Lied, dass die Welt in Frieden lebt.“

Þetta er allt saman gott og gilt, við erum umburðarlyndar við erum þroskaðar, jafnvel fullorðnar og gerum okkur grein fyrir því að það auðgar bara mannlífið að við séum ólík, það er skemmtilegt en GUÐ MINN GÓÐUR...Justin Timberlake...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home