fimmtudagur, janúar 09, 2003

Svava Rán bara ástfangin, svo bregðast krosstré. Ég er að reyna að gera það upp við mig hvort mér líkar við karlmenn eður ei. Ég minnist þess ekki að þeir hafi nokkurntíma gert mér eitthvað gott (sem entist lengur en nóttina). Einn þeirra gerði mér að vísu barn einu sinni, það var nokkuð gott. Ég á líka góða vini af gagnstæða kyninu, mjög góða vini sem eru frábærir en að öðru leyti minnist ég þess ekki að karlmenn hafi fært mér nokkuð annað en vandræði.

Sennilega segir þetta meira um mig en téð kyn. Ef aðrar konur geta átt í eðlilegum, skemmtilegum og gefandi samböndum við karlmenn (mér detta nú strax í hug nokkur samböndi sem eru ekki eðlileg, skemmtileg eða gefandi) þá er það væntanlega ég sem er vandamálið. Svo er það hin spurningin er það eitthvert vandamál??? Er mér ekki að flestu leyti alveg sama. Ég legg áherslu á að flestu leyti og bendi í því sambandi á færslu frá 18. nóvember sl. Ég ferð mér úti um fyllingu, spennu, gleði og nálægð, hjá vinum mínum og fjölskyldu; í leik, námi og starfi. Ég hef allt sem ég þarf og Kolfinnu Kötlu líka sem er hreinn bónus.

Þessi pistill gerir nú ekki mikið meira en að klóra yfirborðið á því sem ég er að hugsa en ég er í vinnunni og þar er ekki ætlast til þess að ég eyði mjög löngum tíma dag hvern í að blogga. Bottom line, ég er dugleg, ég er æðisleg, ég er ein af 10% þjóðarinnar sem er ekki á geðlyfjum, ég er glöð. Ok ég er auðvitað líka gröð en nútíma tækni og allt það... Me go girl!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home