fimmtudagur, janúar 23, 2003

Veröldin er næstum því jafn skemmtilega ljósfjólublá og skýjuð í dag og hún var í gær. Mér tóks með herkjum að þurka gleðiglottið af vörunum á mér í morgun en það er enn í augunum. Mér finnst bara nokkuð skemmtilegt að vera búin að þessu. Ég lyfti örlítið glasi í gærkveldi í góðra vina hópi. Nágrannar mínir til beggja handa skáluðu við mig sem og fóstbræður mínir af Vesturgötunni. Það besta var samt að mamma skrapp í bæinn til þess eins að skála við dóttur sína og óska henni til hamingju, mamma er svo mikið krútt að það er alveg svakalegt.

Ég er að hugsa um að lyfta jafnvel glasi enn hærra um helgina, jafnvel.... dare I say it ... fara á kenderí. Það verður nú skemmtilegt, ég hef ekki farið á kennderí síðan snemma í nóvember og út á lífið (út á galeiðuna) ef ég ekki farið síðan í haust. Nú er sum sé mál að linni og nú skal sum sé „dett í ðað“. Mér sýnist að það stefni jafnvel í þriggja helga djamm. Fögnuður um þessa helgi, þorrablót í Þólló um þá næstu og afmæli hjá Heiðu helgina þar á eftir. Ætli ég nái þessu öllu saman? Gaman gaman er , í góðu veðr'að leika sér og fönnin hvít og hrein og hvergi sér á stein. Já húrra húrra .....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home