mánudagur, janúar 20, 2003

Hann pabbinn minn á afmæli í dag. Til hamingju pabbi. Hann er sko bara flottasti pabbinn í öllum heiminum. Ég veit vel að hverjum þykir sinn fugl fagur en samt stenst enginn samanburð við hann pabba minn. Honum til heiðurs er líka fyrsti í HM í handbolta í dag. Allir heim að horfa ÁFRAM ÍSLAND!!! Mér þykja nú íþróttir ekki sérstaklega skemmtilegt sjónvarpsefni en á því eru samt tvær undantekningar, landsleikir í handbolta og auðvitað formúlan. Talandi um formúluna þá ku ræst í fyrsu keppni 9. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og fæðingardegi Clöru Sedkin ef ég man rétt. Jiibbííí... ég hlakka svo til tra la la la. Svo er bara að vona að þessar nýju reglur hafi eitthvað að segja gegn ljóta, rauða fíatinum. Svo hefur heyrst að McLaren séu að standa sig rosa vel á æfingum. Ekki svo að skilja að þeir séu mitt lið en ef þeir, eða einhverjir, ná að skáka þessum rauðu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home