miðvikudagur, maí 28, 2003

Og hér Sigurbjörg:

Morgunfundur

Fróðlegasta útsýni sem ég get hugsað mér
eru tvær kantaðar
sólir
önnur appelsínu gul hin tunglgul
yfir rústum
af gamalli borg

þar sem margir hafa leitað guðs
en í hans stað fundið
marmara
sem selja má
fyrir alla heimsins kossa

hamingjan fæst í skiptum fyrir grjót
en guð
er fastur í húsarústum

sítrónugulum á góðum degi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home