miðvikudagur, maí 14, 2003

Þegar maður er búin að lesa aðeins of lengi fram á kvöld og er aðeins farinn að dotta ofan í bækurnar getur verið mjög frískandi að skreppa fam á bað og plokka á sér augabrúnirnar. Maður glaðvaknar bara alveg um leið, betra en nokkurt skot af kaffi. Augnháraplokkun er kapítuli útaf fyrir sig. Krílið tekur út fyrir að horfa á mömmu sína við þessa iðju: „hættu mamma þú gætir meitt þig“. Kolfinna mín, þú ert ekki alveg að skilja þetta, mamma „gæti“ ekki meitt sig, hvert einasta hár er dregið út með píslum og þjáningum og mamma meiðir sig mjög mikið.

Þá skilur sex ára dóttir mín ekki alveg af hverju ég er að þessu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home