þriðjudagur, júní 10, 2003

Að reyna að gera Vestfjörðum skil. Það er ekki svo gott. Með allumfaðmandi fjöllin og náttúruna, hrikalega og blíða í senn. Þar sem allt virðist vera um það bil að detta ofan á þig, jafvel í ljósadýrð sumarsins. Friðsældin, fjallaloftið og lindarvatnið (sem við drukkum beint úr lækjarsprænum í vegkantinum) nærir bæði sál og líkama betur en flest það sem ég hef innbyrt í allan vetur. Gömlu húsin á Ísafirði eru svo heimilisleg að þú stenst það vart að gægjast á glugga og velta því fyrir þér hvernig svona hús myndi klæða húsgögnin þín. Það eru forréttindi að fá að búa við slíkar aðstæður.

Verst með vegina

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home